miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

GK Gluggamót Harðar – skráning

4. mars 2011 kl. 08:20

GK Gluggamót Harðar – skráning

Mótanefnd Harðar stendur fyrir fjórgangs- og fimmgangskeppni laugardaginn 12. mars nk.

Aðeins verður keppt í opnum flokki en forkeppni verður þannig háttað að einn keppandi verður inn á í einu og keppendur ráða því sjálfir hvernig prógrammið þeirra er uppbyggt.

Skráning á GK gluggamót Harðar verður þriðjudaginn 8. mars í Harðarbóli og í síma 566-8282 frá kl 19-22 og er skráningargjald 3.000 kr.

Eftir mótið fá keppendur afhent dómarablöðin með sinni einkunn ásamt útskýringum frá dómurum varðandi einkunnir.