mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gisting fyrir menn og hesta

12. júlí 2012 kl. 15:37

Gisting fyrir menn og hesta

Nú eru menn farnir að huga að Íslandsmóti en á vef mótsins er hægt að finna upplýsingar um ýmsa valkosti varðandi gistingu fyrir menn og hesta. 

Gisting: 

Ferðaþjónusta bænda Sölvanesi, 560 Varmahlíð: 453-8062
Ferðaþjónustan Himnasvalir Egilsá, Norðurárdal 560 Varmahlíð: 453-8219 - Íslandsmótstilboð: Nóttin fyrir einn mann, uppábúið rúm: 3.700 kr og með morgunmat á 4.700 kr.
Bændagistingin Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki: 453-6555 / 898-666

Hestahald:

Nægt svæði er á Vindheimamelum þar sem menn geta tjaldað og girt fyrir hross sín. Á Vindheimamelum eru tvö hesthús.  Annað húsið verður haft laust til afnota yfir daginn fyrir keppendur.  Hitt húsið er hugsað sem stóðhestahús og þarf að panta fyrir stóðhestana fyrirfram.
Rúnar Hreinsson (867-4256) tekur á móti pöntunum fyrir stóðhesta.   Rúnar mun einnig veita upplýsingar um hvert sé best að leita vilji menn komast í hesthús í nágrenni Vindheimamela.
Varðandi gjaldtöku, þá kostar ekkert að vera með beitarhólf á Vindheimamelum.  Ekki verður tekið gjald fyrir stíur í stóðhestahúsunum á Vindheimamelum og verður þar hey í boði.  Hinsvegar verða menn sjálfir að skaffa undirburð og annast umhirðu og eftirlit með hestunum, en þeir verða þar á ábyrgð umsjónamanna sinna.

Hér er listi fyrir hesthúseigendur sem hægt er að hafa samband við:
Varmilækur 1 - Guðmundur Þór og Jóhanna -453-8844/896-6887