sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gísli og Trymbill sigruðu í gæðingafimi

9. apríl 2015 kl. 16:00

Liðsmenn Draupnis/Þúfur röðuðu sér í þrjú efstu sæti gæðingafimikeppni Ks-deildarinnar. Frá vinstri: Þorsteinn Björnsson, Gísli Gíslason og Mette Mannseth.

Liðsmenn Draupnis/Þúfur röðuðu sér í þrjú efstu sætin.

 Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási stóðu uppi sem sigurvegarar í fyrstu gæðingafimikeppni KS-deildarinnar sem haldin var í gærkvöldi. Lið Draupnis/Þúfur röðuðu sér í þrjú efstu sætin því  annar varð Þorsteinn Björnsson sem átti magnaða sýningu í úrslitum á hrysunni Krónu frá Hólum. Mette Mannseth varð í þriðja sæti með hest sinn Hnokka frá Þúfum.  Liðsbikar gæðingafiminnar varð því þeirra.

Hér eru lokaúrslit keppninnar.

  1. Gísli Gíslason & Trymbill frá Stóra-Ási - 8,07
  2. Þorsteinn Björnsson & Króna frá Hólum - 7,93
  3. Mette Mannseth & Hnokki frá Þúfum - 7,66
  4. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 7,53
  5. Hanna Rún & Nótt frá Sörlatungu - 7,17

"Þessi fyrsta keppni í gæðingafimi í KS-Deildinni tókst mjög vel og með réttri þróun á þessari keppni er hægt að gera hana enn áhugaverðari," segir í frétt frá aðstandendum KS-deildarinnar.