laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gísli Höskuldsson og Haukur frá Hrafnagili á "Fákar & fjör 2010"

12. apríl 2010 kl. 08:57

Gísli Höskuldsson og Haukur frá Hrafnagili á "Fákar & fjör 2010"

Í aðdraganda Fáka og fjörs 2010 (sem fram fer í TopReiterhöllinni á Akureyri laugardaginn 17. apríl n.k) er gaman að segja frá því að stórgæðingurinn  Alfa frá Blesastöðum mætir til leiks.  Knapi á henni verður Sigurstein Sumarliðason en hann mun einnig mæta með Borða frá Fellskoti.  Sunnlenski Norðlendingurinn (eða norðlenski Sunnlendingurinn) Ólafur Örn Þórðarson kemur með Ramma frá Búlandi "heim" og eins verður þarna stórkostleg uppákoma þegar félagarnir Haukur frá Hrafnagili og knapi hans og eigandi Gísli Höskuldsson koma fram.   Haukur mun vera 29 v. gamall og Gísli á áttugasta og fjórða aldursári.   Margt fleira verður á boðstólnum og skjótum við inn fréttum af því í komandi viku.

Athugið.  Einungis er um eina sýningu að ræða og verða seldir aðeins 800 miðar.  Miðaverði er stillt í hóf kr. 2.500,- og gildir miðinn einnig að dansleiknum sem verður að sýningu lokinni í TopReiterhöllinni.  Þar mun Tríó Kobba Jóns halda uppi stuðinu fram á rauða nótt.  Forsala miða er í Fákasporti á Akureyri og Líflandi Akureyri strax eftir helgina.

Sjáumst sem flest kát og hress á Fákum og fjöri 2010 á Akureyri.

Sjá nánar á www.lettir.is