þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gígjar í Heiðursverðlaun ?

odinn@eidfaxi.is
11. júní 2014 kl. 16:21

Fláki frá Blesastöðum 1A. Knapi Þórður Þorgeirsson

Fimmtugasta afkvæmið sýnt

Nú hefur fimmtugasta afkvæmi Gígjars frá Auðsholtshjáleigu verið sýnt og er hann því kominn í heiðursverðlaun að því gefnu að hann lækki ekki í næsta útreikningi á kynbótamatinu. Gígjar hafði samkvæmt síðasta útreikningi 118 stig í aðaleinkunn og 44 dæmd afkvæmi en til heiðursverðlauna þarf 50 dæmd afkvæmi og 118 stig.

Hæst dæmda afkvæmi Gígjars er stóðhesturinn Fláki frá Blesastöðum með 8,49 í aðaleinkunn en næstir honum eru þeir Freyr frá Hvoli (8,42) og Herjólfur frá Ragnheiðarsstöðum (8,32). Hæst dæmda hryssan undan Gígjari er svo Síbíl frá Torfastöðum með 8,30 í aðaleinkunn.

Meðaleinkunn afkvæma hans eru 8,00 fyrir sköpulag og þar er hálsinn bestur 8,17 að meðaltali en fyrir kosti hafa þau hlotið 7,88 að meðaltali og þar hæst fyrir tölt 8,25. Það gerir að meðaltali 7,93 í aðaleinkunn.