miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gígjar í Aðaldal

14. júní 2012 kl. 14:04

Gígjar í Aðaldal

Gígjari frá Auðsholtshjáleigu verður senn sleppt í hólf (fyrra gangmál) á Bergsstöðum í Aðaldal.

Tekið verður á móti hryssum á Bergsstöðum þriðjudaginn 19. júní frá kl. 19:00 - 21:00. Enn er hægt að bæta við hryssum í hólfið og er áhugasömum bent á að hafa samband við Vigni í síma 896-1838 eða á netfangið vignir@bugardur.is.

Verð er 100.000.- með vsk. hólfagjaldi og einni sónarskoðun. Umsjónarmaður er Benedikt og er hann í síma 862-7703.