þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímaritamynd ársins 2014

28. febrúar 2015 kl. 19:05

Verðlaunaljósmynd Gígju Einarsdóttur af heiðursverðlaunastóðhestinum Markúsi frá Langholtsparti.

Mynd Gígju Einarsdóttur af Markúsi frá Langholtsparti hlaut blaðaljósmyndaverðlaun í dag.

Gígja Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari Eiðfaxa, hlaut í dag blaðaljósmyndaverðlaun ársins 2014.

Mynd hennar af heiðursverðlaunastóðhestinum Markúsi frá Langholtsparti var valin tímaritaljósmynd ársins, en um 900 myndir bárust dómnefnd blaðaljósmyndafélagsins. Mynd Gígju prýðir baksíðu ljósmyndabókarinnar Myndir ársins 2014 og tvær myndir eftir hana má finna í bókinni, sem og á ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndafélags Íslands í Gerðarsafni.

Gígja Dögg er vel að heiðrinum komin en hún hefur um nokkurra ára skeið verið fremst í flokki hestaljósmyndara hér á landi. Hún hefur einstakt auga fyrir íslenska hestinum og hafa listaverk hennar varla farið fram hjá lesendum Eiðfaxa, enda setja myndir hennar ávallt sterkan svip á blaðið.

Fleiri myndir eftir Gígju má nálgast á Flicr síðu hennar hér.