laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Getumikil og heiðarleg hross

1. júlí 2014 kl. 17:23

Sonur Freystingar, Skorri frá Skriðulandi og knapi hans Sylvía Sól Guðmundsdóttir í forkeppni barnaflokks.

Gæðamæður sýna mátt sinn og megin í ungknapaflokkum.

Í grófri úttekt á mæðrum þeirra hrossa sem fram koma í gæðingakeppni Landsmóts fann Eiðfaxi yfir 30 gæðingamæður sem áttu fleiri en eitt afkvæmi á mótinu. Þá er ekki meðtalið þau hross sem koma fram í kynbótadómi. Lítill gaumur er oft gefin af þessum mæðrum miðað við þá athygli sem góðir gæðingafeður fá á sama vettvangi.

Tvær hryssur eiga þrjú afkvæmi, sem taka þátt í unglinga- og ungmennaflokki. Þær eru Von frá Stekkjarholti og Freysting frá Akureyri.

Að sögn Guðmundar Karls Tryggvasonar, eiganda Freystingar frá Akureyri gefur hún skemmtileg og heil hross. ,,Mikil orka, geta á gangi og heiðarlegt geðslag er einkennandi fyrir afkvæmi Freystingar. Hún var ekki mikið tamin sjálf, en þótti lofandi hryssa. Það virtist engu máli skipta undir hvaða stóðhest Freysing var leidd, alltaf skilaði hún gæðingi.  Afkvæmin eru næm og miklir karakterar sem kalla á virðingu en ekki krafta í tamningu og þjálfun,“ segir Guðmundur en Freysting eignaðist 13 afkvæmi.