föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gestüt Sunnaholt kaupir Korg

30. janúar 2012 kl. 10:31

Korgur frá Ingólfshvoli, knapi Artemisa Bertus

Artemisa Bertus þjálfar hestinn áfram á Íslandi

Gestüt Sunnaholt í Þýskalandi hefur keypt 90% hlut Bjargar Ólafsdóttur í stóðhestinum Korgi frá Ingólfshvoli. Björg er ræktandi hestsins. Artemisa Bertus, sem hefur tamið og þjálfað hestinn og átti 10% í honum, heldur sínum hlut og mun þjálfa hann áfram. Hún er starfar á Ingólfshvoli og er í samstarfi við Gestüt Sunnaholt.

Korgur er á sjötta vetur. Hann vakti mikla athygli síðastliðið vor þegar hann var sýndur í kynbótadómi. Klárhestur með einstaklega fagrar gangtegendur, vel taminn. Hann er undan Leikni frá Vakurstöðum og Korgu frá Ingólfshvoli, sem er undan Geysi frá Gerðum og Golu frá Gerðum, sem bæði voru snjallir töltarar.

Gestüt Sunnaholt, sem er í eigu norsks auðmanns, hefur fest kaup á nokkrum dýrum kynbótahrossum undanfarin ár. Má þar nefna Atlas frá Hvolsvelli, Óskar frá Blesastöðum og Hrund frá Auðsholtshjáleigu.