sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gestur Páll opnar dýralæknastofu

21. október 2011 kl. 11:44

Gestur Júlíusson, dýralæknir og járningamaður, hefur opnað dýralæknastofu í Eyjafirði. Mynd Rósberg.

Ný dýralæknastofa í Eyjafirði

Gestur Páll Júlíusson dýralæknir og járningamaður er þessa dagana að standsetja aðstöðu fyrir dýralækningar á Hrafnagili í Eyjafirði. Hann hefur fest kaup á góðum tækjum, t.a.m sónartæki og stafrænu röntgentæki sem er hið eina sinnar tegundar á Norðurlandi. Þennan búnað getur Gestur tekið með sér í bílinn og hestamenn geta fengið heilbrigðiskoðuð hross heima á bæ. Gestur er bjartsýnn á að þessi nýjung eigi eftir að falla í góðan jarðveg. Samfara opnun dýralæknastofunnar nú í haust hóf Gestur að kenna við Bændaskólann á Hólum. „Starfið á Hólum er mjög skemmtilegt, þarna er frábært starfsfólk og mjög áhugasamir nemendur. Starfið felst fyrst og fremst í kennslu og járningum og er mjög gefandi,“ segir Gestur. Hann hefur verið eftirsóttur bæði sem kennari og fyrirlesari um járningar og hófhirðu og hann vonast eftir að geta sinnt því áfram. Gestur lærði dýralækningar í Austuríki og tók járningarnámið samhliða við sama skóla.

Hestablaðið 10. tölublað 2011