miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gert hátt undir höfði

odinn@eidfaxi.is
6. ágúst 2013 kl. 08:07

Hleð spilara...

Sköpulagsdómar á HM 2013.

Byggingardómum er gert mjög hátt undir höfði á stórmótum utan Íslands og eins er hér á HM 2013 í Berlín.

Þessi þróun hefur verið mun hægari heima á fróni en þó er farið að lesa upp byggingardóma á kynbótasýningum, en sá siður var tekinn upp nú í ár.

Spurningin er hvort ekki sé rétt að gera þessum þætti hærra undir höfði með því að taka upp lýsingu á sköpulagi hrossa á Lands- og fjórðungsmótum til að sýna hrossaáhugafólki það besta sem til er í stofninum á hverjum tíma líkt og gert er með hæfileikana. Það er jú þannig að á stórmótum eru komin saman bæði hæfileikaríkustu, en ekki síður fallegustu hrossin á hverjum tíma.

Hér á eftir er stutt myndbrot af byggingardómum hér á HM 2013.