miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gerðarleg folöld á folaldasýningu Sörla - Úrslit og Myndir

5. mars 2011 kl. 23:23

Myndir/dalli.is

Gerðarleg folöld á folaldasýningu Sörla - Úrslit og Myndir

Folaldasýning hestamannafélagsins Sörla var haldin að Sörlastöðum í dag, 5. mars.

Alls var 41 folald var skráð til leiks og dómarar voru Svanhildur Hall og Magnús Lárusson.

Folald sýningarinnar var valið af dómurum og áhorfendur völdu brekkufolaldið. Herkúles frá Ragnheiðarstöðum vann báða titla og fékk eigandi hans í verðlaun foltoll undir Vökul frá Síðu, Ugga frá Bergi auk Þjórsárbakkabikarsins.

Úrslit sýningarinnar urðu eftirfarandi:

Flokkur hestfolalda:

1. Herkúles frá Ragnheiðarstöðum  IS2010182570
F: Álfur frá Selfossi
M: Hending frá Úlfsstöðum
Litur: Rauðskjóttur/blesóttur
Eigandi og ræktandi: Helgi Jón Harðarson
Verðlaun: Folatollur undir Grun frá Oddhóli

2. Sæþór frá Stafholti  IS2010125727
F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
M: Bending frá Kaldbak
Litur: Brúnskjóttur, nösóttur
Eigendur og ræktendur: Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J.Pálsson
Verðlaun: Folatollur undir Þyrni frá Þóroddsstöðum

3. Brimfaxi frá Stafholti  IS2010125729
F: Mídas frá Kaldbak
M: Birta frá Heiði
Litur: Leirljós/hvítur/milli – einlitt
Eigendur og ræktendur: Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J.Pálsson
Verðlaun: Folatollur undir Dimmi frá Álfhólum

4. Þröstur frá Ragnheiðarstöðum  IS2010182573
F: Kvistur frá Skagaströnd
M: Þruma frá Hólshúsum
Litur: Mósóttur/nösóttur
Eigendur og ræktendur: Helgi Jón Harðarson, Hannes Sigurjónsson, Erlingur Erlingsson
Verðlaun: Folatollur undir Vígar frá Skarði

5. Halur frá Breiðholti, Gbr.  IS2010125421 
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Hrund frá Torfunesi
Litur: Brúnn
Eigandi og ræktandi: Gunnar Yngvason
Verðlaun: Folatollur undir Prins frá Úlfljótsvatni

6. Kuggur frá Kópavogi  IS2010125362
F: Fláki frá Blesastöðum IA
M: Komma frá Hafnarfirði
Litur: Brúnstjörnóttur
Eigandi og ræktandi: Lilja Sigurðardóttir
Verðlaun: Folatollur undir Dag frá Hvoli

 

Flokkur merfolalda:

1. Mánadís frá Sæfelli IS2010287251
F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
M: Hátíð frá Oddgeirshólum
Litur: Rauðstjörnótt
Eigendur og ræktendur: Jens Arne Petersen og Guðbr. Stígur Ágústsson
Verðlaun: Folatollur undir Grunn frá Grund

2. Tign frá Skeggjastöðum IS2010284461
F: Breki frá Skeggjastöðum
M: Bleikstjarna frá Skeggjastöðum
Litur: Jörptvístjörnótt
Eigendur og Ræktendur Halldór Kristinn Guðjónsson og Erla Magnúsdóttir
Verðlaun: Folatollur undir Bjarkar frá Blesastöðum

3. Blómalund frá Borgarlandi  IS2010237218
F: Smári frá Skagaströnd
M: Vigdís frá Borgarlandi
Litur: Rauðstjörnótt
Eigandi og ræktandi: Ásta Sigurðardóttir
Verðlaun: Folatollur undir Stimpil frá Vatni

4. Frigg frá Hafnarfirði  IS2010225953
F: Keilir frá Miðsitju
M: Fjöður frá Brekku
Litur: Bleik/álótt einlitt
Eigandi og ræktandi: Baldvin H Thorarensen
Verðlaun: Folatollur undir Bjart frá Sæfelli

5. Glóey frá Gottorp IS2010255386
F: Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu
M: Gjöf frá Sólheimum
Litur: Leirljós/Hvítur/milli-tvístjörnótt
Eigandi og ræktandi: Steinþór Freyr Steinþórsson
Verðlaun: Folatollur undir Farsæl frá Íbishóli

6. Gola frá Hafnarfirði  IS2010225520
F: Frægur frá Flekkudal
M: Harpa frá Hafnarfirði
Litur: Grá
Eigandi: Topphross
Ræktandi: Snorri R.Snorrason
Verðlaun: Folatollur undir Fána frá Kirkjubæ

 

Dagur Brynjólfsson var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir frá sýningunni. Fleiri myndir má nálgast á heimasíðu ljósmyndarans, dalli.is.