þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gerast áskrifandi?

18. ágúst 2019 kl. 13:00

Nýjasta tölublað Eiðfaxa fer í prentun í næstu viku

 

Tímaritið Eiðfaxi kemur út mánaðarlega og eru efnistökin fjölbreytt. Blaðamenn Eiðfaxa leggja sig fram við það að hafa efni tímaritsins þannig að allir lesendur geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Með því að gerast áskrifandi að Eiðfaxa fylgist þú best með því hvað er að gerast í hinum lifandi og fjölbreytilega heimi hestamennskunnar hverju sinni.

Með hverju tölublaði taka nýjir eigendur eitt skref í átt að því að gera Eiðfaxa eins hátt undir höfði og möguleiki er. Með síðasta tölublaði var tekið stórt skref þegar vikið var frá útgáfu á dagblaðapappír og farið aftur til baka í tímaritsform. Til þess að hægt sé að halda úti fagtímariti um íslenska hestinn þurfa áskrifendur að vera til staðar en hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is eða hringja í síma 537-9200.

Lesendur geta komið á framfæri hvað það er sem þeir vilja sjá fjallað um í Eiðfaxa og eru allar ábendingar vel þegnar. Einnig stendur Eiðfaxi þeim opin sem hafa frá einhverju fróðlegu eða skemmtilegu að segja og er bent á tölvupóstfang og símanúmer sem er hér ofar í fréttinni.