föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gera þrjá sjónvarpsþætti um íslenska hestamennsku-

11. júlí 2011 kl. 20:08

Gera þrjá sjónvarpsþætti um íslenska hestamennsku-

Undanfarnar tvær vikur hafa verið hér á landi, aðstandendur ameríska sjónvarpsþáttarins The Horse Show with Rick Lamb, við þáttargerð um Íslenska hestinn og Íslandshestamennsku.

Það var ferðaþjónustufyrirtækið America 2 Iceland og Íshestar sem stóðu að komu hjónanna Rick og Diana Lamb til landsins en þau fengu að slást í för í ferð sem farin var á vegum fyrirtækjanna. Innihélt ferðin þriggja daga reiðkennslunámskeiði á Hólum, upplifun á Landsmóti og fjögurra daga hestaferð Íshesta um Vatnsdal í Austur-Húnavatnasýslu.

Guðmar Pétursson, einn eiganda America 2 Iceland, segir að The Horse Show with Rick Lamb sé nokkuð útbreiddur þáttur í Bandaríkjunum og hafi þeim þótt tilvalin hugmynd að bjóða þeim hjónum með í ferðina til að vekja athygli Bandaríkjamanna á íslenska hestinum og Íslandi.

Guðmar segir hjónin láta afar vel af dvöl sinni á landinu. Þau séu heilluð af fegurð náttúrunnar, þeim þyki Íslendingar vinalegir með eindæmum og maturinn hafi komið þeim skemmtilega á óvart. Þau hafa lengi haft dálæti af Íslenska hestinum, t.a.m. á Diana einn slíkan heimavið. Það kemur þeim á óvart hversu sterkur, kjarkaður og þolinn hesturinn sé og fótvissir í náttúrunni að sögn Guðmars.

Rick og Diana Lamb hyggja á að útbúa þrjá sjónvarpsþætti auk útvarpsþáttar um dvöl sína á Íslandi og munu þeir verða sendir út í nóvember.