mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gegnsæjar breytingar á yfirliti

odinn@eidfaxi.is
16. janúar 2014 kl. 12:07

Meirihluti fagráðs er ekki sammála tillögunni.

Á aðalfundi Félags hrossabænda kom eftirfarandi tillaga fram:

Aðalfundur beinir eftirfarandi tillögu til stjórnar:

Að kannaður verði sá möguleiki að haldið verði sérstaklega utan um þær tölur í WorldFeng sem breytast á yfirlitssýningum kynbótasýninga. Þ.e. að það komi sérstaklega fram á dómblaði hvaða tölur breytast og hvernig. Þetta hefur augljóst upplýsingagildi fyrir ræktendur og getur t.a.m. unnið nokkuð á móti svo nefndri einkunnasöfnun.

Meirihluti fagráðs er ekki sammála tillögunni og vísar til bókunar frá fyrra ári við afgreiðslu samhljóða tillögu.
"Fagráð er ekki sammála tillögunni. Ekki verður séð hvaða gildi þessar upplýsingar hafa fyrir hrossaræktarstarfið. Margvíslegar ástæður geta legið fyrir því að hross breyta einkunnum á yfirlitssýningum s.s. illa fyrir kallað í dómi, skeiðsprettur mistekst, veður var slæmt, annar knapi ríður á yfirliti og ýmislegt fleira. Fagráð er því ekki á því að kosta eigi til forritunarvinnu í þessum tilgangi".