fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gegnblautir unglingar

28. júní 2016 kl. 17:07

Verið að fara yfir málin áður en riðið er í braut.

Forkeppni í unglingaflokki er lokið.

Það er ekki spennandi veðrið hér á Hólum en unglingarnir eru þó búnir að standa sig mjög vel. Forkeppni var að ljúka í unglingaflokki og þar með er síðustu forkeppni í gæðingakeppni á þessu Landsmóti lokið. 

Hafþór Hreiðar Birgisson er efstur eftir forkeppni á Villimey með 8,62 í einkunn en Hafþór kom tveimur hryssum inn á mót, Villimey og Ljósku frá Syðsta-Ósi bæði í unglingaflokki og b-flokki. Hann þurfti því að velja hvora hryssuna hann færi með í unglingaflokkinn en einungis má keppa á einu hrossi í þeim flokki. Fór svo að hann valdi Villimey í unglingaflokkinn og fór með Ljósku í B - flokkinn. Frábær frammistaða hjá honum.

Önnur inn í milliriðla er Guðný Rúna Vésteinsdóttir á Þrumu en þær hlutu 8,60 í einkunn og þriðja er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Hélu með 8,59 í einkunn. Mjög mjótt er á munum á efstu hestum en hér fyrir neðan eru þau þrjátíu sem náðu sér í sæti í milliriðlum. 

Unglingaflokkur - Þeir sem komast áfram í milliriðil: 

Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey 8,62
Guðný Rúna Vésteinsdóttir / Þruma 8,60
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Héla 8,59
Hákon Dan Ólafsson / Gormur 8,58
Kristín Ellý Sigmarsdóttir / Perla 8,58
Egill Már Þórsson / Saga 8,58
Þóra Birna Ingvarsdóttir / Þórir 8,58
Benjamín Sandur Ingólfsson / Stígur 8,56
Katla Sif Snorradóttir / Gustur 8,56
Annika Rut Arnarsdóttir / Spes 8,55
Ingunn Ingólfsdóttir / Ljóska 8,54
Kristófer Darri Sigurðsson / Lilja 8,54
Thelma Dögg Tómasdóttir / Taktur 8,54
Kári Kristinsson / Kolfinnur 8,52
Annabella R Sigurðardóttir / Ormur 8,51
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Kornelíus 8,50
Viktor Aron Adolfsson / Örlygur 8,48
Gyða Helgadóttir / Freyðir 8,48
Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur 8,46
Jóhanna Guðmundsdóttir / Leynir 8,46
Glódís Rún Sigurðardóttir / Töru-Glóð 8,45
Þormar Elvarsson / Katla 8,45
Karítas Aradóttir / Sómi 8,45
Melkorka Gunnarsdóttir / Ymur 8,45
Hrafndís Katla Elíasdóttir / Stingur 8,43
Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur 8,42
Ásta Margrét Jónsdóttir / Ás 8,42
Viktoría Eik Elvarsdóttir / Kolbeinn 8,40
Herdís Lilja Björnsdóttir / Bylur 8,40
Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Dynjandi 8,39
Linda Bjarnadóttir / Gullbrá 8,39
Fanney O. Gunnarsdóttir / Sprettur 8,39