sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Geðgóði gleðigjafinn

2. apríl 2012 kl. 16:00

Geðgóði gleðigjafinn

„Ég man ekki mikið eftir Dívu sem folaldi, hef einhver minningabrot af henni töltandi undir sjálfri sér út í haga.” Ástæður þess er að sama ár er fótunum óvænt kippt undan Söru þegar hún, ásamt Hrefnu Maríu frænku sinni, lendir í bílveltu með þeim afleiðingum að Sara hryggbrotnar. „Heimurinn hrundi, ég var heppin að ekki fór verr en það tók mig tíma að byggja upp styrk aftur,” segir Sara sem var þó farin á bak aðeins nokkrum mánuðum síðar en ber ávallt merki slyssins.  Sara tekur Dívu inn til tamningar á fjórða vetur árið 2008. „Hún sýndi fljótlega fram á gífurlega tölthæfileika, ég hef hvorki fyrr né síðar fundið þvílíkan styrk og léttleika á tölti í tryppi.”  

Engin sérstök galdrameðöl voru notuð í tamningu tölthryssunar að sögn Söru, önnur en að hugsa um rétta líkamsbeitingu og liðleika. „Ég reyni líka að leggja vel inn í gleðibankann svo hægt sé að taka út þegar þarf. Ég hef líka reynt að varðveita hana og spara og halda henni hraustri og heilbrigðri. Ég hef alltaf þjálfað hana meira utandyra en innan, nema kannski í vetur. Henni hefur aðeins þótt það mátulega skemmtilegt.”
 
Díva er hænd að eiganda sínum, fylgist vel með Söru þegar hún er í hesthúsinu en sýnir öðrum fálæti. „Það er greinilega ekki sama hver er á baki, það kemur einhver annkannalegur svipur á hana í þau fáu skipti sem einhver annar situr hana,” segir Sara hlæjandi en traustið þeirra á milli er algert. 
 
Ítarlegt viðtal við Söru Ástþórsdóttur má finna í 2. tbl. Eiðfaxa 2012.