miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gári ennþá á toppnum

18. júní 2012 kl. 12:37

Álfadís frá Selfossi er mikil ættmóðir. Tveir synir hennar eru komnir með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Tveir synir Álfadísar með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Gári frá Auðsholtshjáleigu er ennþá hæstur í kynbótamati yfir stóðhesta með 50 dæmd og fleiri afkvæmi. Gári hlaut Sleipnisbikarinn í fyrra, þá 13 vetra. Hann er nú með 58 dæmd afkvæmi og 128 stig í aðaleinkunn. Álfur frá Selfossi, sem er aðeins 10 vetra er með 125 stig og 59 dæmd afkvæmi. Hann er Sleipnisbikarhafi á LM2012. Hróður frá Refsstöðum, sem hlaut Sleipnisbikarinn á LM2008, hefur heldur styrkt stöðu sína og er aftur kominn upp fyrir Sæ frá Bakkakoti, en þeir skiptu sætum á örlagastundu eftir útreikning kynbótamats fyrir Landsmótið 2008. Hróður er með 124 stig og 112 afkvæmi, en Sær 123 stig og 141 atkvæmi. Á milli þeirra er gamli kóngurinn Orri frá Þúfu með 123 stig og 532 dæmd afkvæmi. Tveir stóðhestar á listanum hér fyrir neðan, sem er yfir íslenska stóðhesta með heiðursverðlaun, eru undan sömu hryssunni, Álfadísi frá Selfossi, þeir Álfur og Álfasteinn frá Selfossi. Tveir aðrir eru frá sama ræktanda, þeir Þóroddur og Númi frá Þóroddsstöðum. Fimm eru undan Orra frá Þúfu.

IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu 128 IS 58 97%
IS2002187662 Álfur frá Selfossi 125 IS 59 98%
IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum 124 IS 112 98%
IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum 123 IS 532 100%
IS1997186183 Sær frá Bakkakoti 123 IS 141 99%
IS1988165895 Gustur frá Hóli 122 IS 267 99%
IS1993187449 Markús frá Langholtsparti 121 IS 69 98%
IS1998184713 Aron frá Strandarhöfði 121 IS 109 99%
IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi 121 IS 72 97%
IS1984165010 Baldur frá Bakka 120 IS 108 99%
IS1991187601 Depill frá Votmúla 120 DE 60 97%
IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum  120 IS 68 98%
SE1992104328 Askur från Håkansgården 120 SE 88 98%
IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum 120 IS 66 97%
IS1985157400 Mökkur frá Varmalæk 119 SE 118 99%
IS1990184730 Andvari frá Ey I 119 IS 146 99%
IS1993186930 Adam frá Ásmundarstöðum119 IS 106 99%
IS1997158430 Þokki frá Kýrholti 119 IS 51 96%
IS1993188802 Númi frá Þóroddsstöðum 119 IS 60 97%
IS1994166620 Huginn frá Haga I  118 IS 68 98%