sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gangráður íslenska hestsins á Hvanneyri

23. nóvember 2012 kl. 11:47

Dr. Þorvaldur Árnason mun fjalla um þýðingu skeiðgensins fyrir íslenska hrossarækt.

Dr. Þorvaldur Árnason og Dr. Lisa S. Andersson með fyrirlestra um uppgötvun og þýðingu skeiðgensins (gangráðarins).

Þýðing „Gangráðsins“ fyrir íslenska hrossarækt
Í tengslum við erindi sem Dr. Lisa S. Andersson flytur við LbhÍ um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ mun Prófessor Þorvaldur Árnason, sem einnig tók þátt í rannsókninni, halda opinn fund með íslensku hrossaræktarfólki og öðrum áhugasömum um þýðingu þessarar uppgötvunar. Þorvaldur mun sérstaklega velta upp þeim möguleikum sem þetta skapar fyrir Íslenska hrossarækt.

Fundurinn með Þorvaldi fer fram þriðjudaginn 27. nóvember í Ársal, Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 15:00. Fundurinn er öllum opinn og verður einnig sendur út á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, sjá www.lbhi.is undir Útgáfa/Málstofa. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Fagráð í hrossarækt.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum
Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi á Hvanneyri um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ sem ef til vill mætti kalla „Gangráðinn“ í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.

Lisa varði doktorsritegerð sína í sameindaerfðafræði “Equine Trait Mapping. From Disease Loci to the Discovery of a Major Gene Controlling Vertebrate Locomotion” nú í haust frá erfða- og kynbótafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum. Lisa og félagar eru afar áhugasöm um frekari rannsóknir á Íslenska hestinum og samstarf og mikill fengur að fá hana til landsins. Erindi Lisu fer fram í Borg í Ásgarði á Hvanneyri, miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir.