miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gaman að vinna með Sögu

4. júlí 2014 kl. 11:46

Egill Már og Saga keppa fyrir hönd hestamannafélagsins Léttis.

Egill Már keppir á heimaræktaðri gæðingshryssu.

 

Norðlendingurinn Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu tryggðu sér sæti í úrslitum barnaflokks fyrr í dag. Egill var að vonum sáttur eftir sýningu sína. „Allt gekk vel, fetið var þó einna síst,“ sagði hann sallarólegur. „Það er auðvita pínu stressandi að vera inn á, en maður verður aftur rór þegar út af er komið.“

Hryssan sem hann teflir fram er heimaræktuð og stórættuð hryssa. Saga er undan hinum þekkta fótaburðahesti Mola frá skriðu og fyrstuverðlaunahryssunni Sunnu frá Skriðu. „Það er gaman að vinna með Sögu. Hún er bæði geðgóð og fín,“ segir Egill Már sem mun koma fram á A-úrslitum í barnaflokks á morgun kl. 13.