mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Galsi allur

16. júní 2016 kl. 10:28

Galsi frá Sauðárkróki, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson.

Gæðingur kveður þennan heim.

Galsi frá Sauðárkróki er allur en hann var 26 vetra gamall. Galsi var undan Ófeigi frá Flugumýri og Gnótt frá Sauðárkróki. Í kynbótadómi hlaut Galsi hæst 8.44 í aðaleinkunn þar af 9.01 fyrir hæfileika. Hann hlaut m.a. 9.8 fyrir skeið, 9.3 fyrir brokk, 9.5 fyrir vilja og 9.0 fyrir fegurð í reið. Galsi hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2002 og heiðursverðlaun árið 2004.

Galsi var víðtækur í hrossaræktinni en hæst dæmda afkvæmi Galsa er heiðursverðlaunahesturinn Stáli frá Kjarri. Galsi hefur einnig gefið nokkra heimsmeistara m.a. Hraunar frá Efri-Rauðalæk, tvöfaldan heimsmeistara í fimmgangi, og Tuma frá Borgarhóli, heimsmeistara í gæðingaskeiði. 

 

"Erfiður dagur í dag , Galsi frá Sauðárkróki tók síðasta skeiðsprettinn sinn og nú til himna . Þessi mikli höfðingi hefur átt stóran part af okkur í yfir 20 ár og skilur eftir sig glæsilegar minningar um einstakan hest , sem betur fer eigum við mikið af hans genum í okkar hrossum  :) Nú rifjast upp eitt flottasta moment síðasta heimsmeistara móts þegar 2 synir hans þeir Tumi og Sproti með Teit og Gumma börðust um heimsmeistaratitilinn í skeiði :) En takk fyrir allt Galsi þú varst og ert einstakur." segir Baldvin Ari Guðlaugsson um Galsa á facebook síðu sinni.