sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Galsasonur hleypur undir Íslandsmeti

5. september 2011 kl. 11:51

Valdimar Bergstað er einn af áköfustu skeiðknöpum landsins og hefur verið í fremstu röð í mörg ár. Myndin er tekin á HM 09 í Sviss.

Prins frá Efri-Rauðalæk, knapi Valdimar Bergstað

Prins frá Efri-Rauðalæk hljóp undir gildandi Íslandsmeti í 250 m skeiði á Meistaramóti Andvara, 22,43 sekúndum, knapi Valdimar Bergstað.  Gildandi met á Flosi frá Keldudal, 22,47 sekúndur, knapi Sigurbjörn Bárðarson.

Prins er 10 vetra undan Drottningu frá Efri-Rauðalæk og Galsa frá Sauðárkróki. Enn einn afrekshesturinn undan honum! Prins er fyrst skráður með árangur í WF í fyrra, knapar Árni Björn Pálsson og Sigurður V. Matthíasson. Valdimar hefur keppt á hestinum í sumar og í 100 skeiði einnig á frábærum tíma, 7,62 sekúndum.