miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Galdurinn felst í viðhorfinu

2. febrúar 2012 kl. 11:52

Galdurinn felst í viðhorfinu

Rúna Einarsdóttir-Zingsheim bar snemma af sem afburðaknapi og hefur alla tíð verði er einhver glæsilegasti knapinn og talsmaður íslenska hestsins á erlendri grundu. Í allri meðferð hrossa leggur hún til grundvallar velferð og vellíðan þeirra og segir leiðina að takmarkinu skipta mestu máli, ekki takmarkið sjálft.

Í ítarlegu viðtali í 1. tölublaði Eiðfaxa 2012 lýsir Rúna því meðal annars hvernig faðir hennar lagði grunninn að þeim metnaði sem hún hefur í hestamennsku. Þekkingarleit hafi síðan tekið hana víða og nú horfi hún mjög til reiðmennsku sem ástunduð er í Suður-Evrópu. Í vegferð sinni hafi hún komist að því að menn séu ávallt að stefna að sama markmiði. „Raunar er það mín skoðun að enginn munur sé á áherslum „íslensku leiðarinnar“ og hinnar klassísku. Munurinn liggur mun frekar í góðri og slæmri reiðmennsku, en ég vil undirstrika að bæði góðir og slæmir reiðmenn eru til alls staðar bæði á Íslandi og erlendis,“ segir Rúna meðal annars í viðtalinu.
 
Hún segir einnig að galdur felist í viðhorfi til reiðmennskunnar, uppbygging keppnis- og/eða reiðhests taki mörg ár og að hraðsuða í tamningu og þjálfun hugnist henni ekki. „Það eru tvær leiðir að settu marki, annarri má líkja við hraðbraut, hinni við að fara Krísuvíkurleiðina. Mér líkar betur seinni kosturinn, því virðing fyrir hestinum er ekki endilega höfð að leiðarljósi þegar styttri og hraðskreiðari leið er valin.“
 
Rúna segir einnig frá stórum stundum og erfiðum á sínum ferli. Og einnig frá draumahestinum. „Nona [frá Mosfelli] gat dansað svo ótrúlega, en ég vissi hvorki að hross gætu sest svona á afturpartinn né lyft svona ótrúlega og orðið svona létt. Fyrst þegar hryssan gerði þetta fór ég af baki og teymdi hana nokurra kílómetra leið heim með kökkinn í hálsinum. Hún er númer eitt í mínu hjarta og hafði allt til að bera að fara alla leið.“ Draumur Rúnu um farsælt samstarf með Nonu rættist hins vegar aldrei.
 
Lesið viðtal við Rúnu Einarsdóttur-Zingsheim um þjálfun, reiðmennsku, viðhorf til hestamennsku, grýtta leið á toppinn, framtíðaráform, brostinn draum og margt fleira í nýútkomnum Eiðfaxa.
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast þetta fyrsta tölublað ársins í vefútgáfunni hér.
 
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
 
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.