mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæti bjargað mannslífum

odinn@eidfaxi.is
27. nóvember 2013 kl. 17:19

Öryggisljós fyrir hesta

Stikkorð

öryggismál

Tengt efni

Endurskin mikilvæg

Aukið öryggi hestamanna í skammdeginu.

Nú er komin á markaðinn öryggistól fyrir hestamenn sem nýst gæti vel í skammdeginu hér á landi. Með nýjasta tölublaði Eiðfaxa er fjallað um öryggismál,en þetta getur verið enn ein viðbótin til að auka öryggi fyrir okkur hestamenn.

Það sem um ræðir eru LED ljós fyrir hross, en hönnuður þess segir að þrátt fyrir að hafa verið með endurskin og önnur öryggistæki þá hafi sá sorglegi atburður átt ´ser stað að vinkona hennar var keyrð niður þegar hún var að ríða á hesti sínum.

Þetta varð innblástur fyrir hana að hanna ljós á hesta sem gerði þá sýnilegri en þegar endurskin er notað.

Hér fyrir neðan er kynningarmyndband af búnaði þessum og spurningin er hvort ekki sé rétt að hestavöruverslanir hér á landi fari að bjóða upp á búnað sem þennan.