laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingurinn Blær verður á nýjum stað

odinn@eidfaxi.is
24. desember 2013 kl. 16:07

Blær frá Miðsitju. Knapi Tryggvi Björnsson

"Vildi leyfa öðrum að reyna sig með hann"

Þegar einn fer kemur annar en nýlega var frétt af því hér á vefnum að nýr þjálfari hefði tekið við þjálfun Kiljans frá Steinnesi.

Knapi hans síðustu ár var Þorvaldur Árni Þorvaldsson, en nú hefur annar flugvakur gæðingur bæst við hjá Þorvaldi en það er Blær frá Miðsitju.

Blær er sonur Arðs frá Brautarholti en móðir hans er Viðarsdóttirin Björk frá Hólum, en hún er t.d. sammæðra Íslandsmeistaranum í tölti Blæju frá Hólum. Blær er annað tveggja 1.verðlauna afkvæma móður sinnar er faðir Blæs þarf vart að kynna.

Hæstan kynbótadóm hlaut Blær árið 2013 á Vorsýningu á Akureyri 8,54 og þar af 8,70 fyrir kosti. Hæsta einkunn hlaut hann fyrir skeið 9,5 en fyrir sköpulag er hæsta einkunn hans fyrir hófa 9,0 og háls 8,5 en aðaleinkunn sköpulags var 8,29 í sínum hæsta dómi.

Í samtali við Tryggva Björnsson sagði hann það spennandi að leyfa öðrum knapa að reyna sig með hestinn. "Þorri prófaði hann í haust og eftir það fannst okkur til valið að hann reyndi sig með hestinn í vetur" sagði Tryggvi en hann á fjórðungshlut í hestinum.