þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingur fallinn frá

odinn@eidfaxi.is
5. janúar 2014 kl. 12:57

Hekla Mýrdal

Alltaf sárt að missa topphross á besta aldri.

Það stundum sagt að þeir missi sem eigi en það er lítil huggun þegar kemur að því að kostagripir falla frá langt fyrir aldur fram.

Á heimasíðu Hestheima kemur fram að gæðingurinn Hekla frá Mýrdal hafi veikst og drepist um miðjan desember. 

Hekla var dóttir Topps frá Eyjólfsstöðum og 1.verðlauna Kolfinnsdótturinnar Vonar frá Mýrdal 2 en sjálf var hún sýnd í sinn hæsta einstaklingsdóm árið 2007 þegar hún hlaut 8,30 í aðaleinkunn. Þá var hún talsvert í hringvallarkeppni og fór yfir 8,60 í A-flokki gæðinga og yfir 7 í fimmgangi setin af þáverandi eiganda sínum Erling Sigurðssyni. Árið 2007 eignast Sigurður Sigurðarson hryssuna en núverandi eigendur í Hestheimum eignast hana árið 2008.

Undan Heklu eru til fjögur afkvæmi en hún var fylfull við Hágangi frá Narfastöðum þegar hún féll.