þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingaveisla aldarinnar

22. ágúst 2015 kl. 13:41

Pernille Lyager Möller / Sörli frá Hárlaugsstöðum

Gæðingaveisla Sörla og Mána verður haldin að Sörlastöðum.

Gæðingaveisla Sörla og Mána verður haldin dagana 28. og 29. ágúst að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Eftirfarandi flokkar verða í boði:

Barnaflokki
Unglingaflokki
Ungmennaflokki
A - flokkur áhugamanna
B - flokkur áhugamanna
A - flokkur
B - flokkur
100 m. skeið

Skráning er hafin á sportfengur.com, velja þarf aðildarfélag Máni. Skráningu lýkur þriðjudaginn 25. ágúst kl. 23:59 Skráningargjaldið er 5.000.- í fullorðinsflokka og skeið, 3.500.- í yngri flokka. 

Glæsileg verðlaun í boði, 100.000,- peningaverðlaun fyrir 1. sæti í A og B flokki, 50.000,- peningaverðlaun fyrir 1. sæti í A og B flokki áhugamanna og skeiði ásamt fullt af fleiri glæsilegum vinningum í öllum flokkum! Verðlaunaafhending fer fram í lokahófi þar sem viðstaddir þátttakendur fá "Tilboð aldarinnar" frá Hamborgarabúllunni ásamt möguleika á happadrættisvinningi.