fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingaúrtaka Léttis, Grana, Þráins og Þjálfa

7. júní 2011 kl. 11:00

Gæðingaúrtaka Léttis, Grana, Þráins og Þjálfa

Hestamannafélögin Léttir, Grani, Þráinn og Þjálfi halda sameiginlega gæðingaúrtöku, opna töltkeppni og 100 metra skeiðkeppni vegna Landsmóts hestamanna á Hlíðarholtsvelli á Akureyri mánudaginn 13. júní nk.

 
"Keppnisgreinar: A-B flokkar gæðinga. Ungmenna-Unglinga og barnaflokkar. (einungis forkeppni) Opin töltkeppni (forkeppni og úrslit),100 metra skeið. Úrtakan fer fram á Hlíðarholtsvelli á Akureyri mánudaginn 13 júní.

Skráning fer fram á lettir@lettir.is. Skráningargjald er kr 4000 fyrir hverja skráningu. Leggja skal inn á reikning 302-26-15839. Kt430269-6749. Lokafrestur skráningar er laugardagurinn 11 júní kl 22.00. Sé skráningargjald ógreitt við lok skráningar fellur skráningin niður. Allar nánari upplýsingar í síma 860-2622 (Sigfús Helgason))," segir í tilkynningu frá mótshöldurum.