miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingarnir toga

9. desember 2011 kl. 11:37

Þrumufleygur frá Álfhólum, knapi John Sigurjónsson.

John Kristinn Sigurjónsson frestar reiðkennaranámi


John Kristinn Sigurjónsson tamningamaður hugðist halda norður í Hjaltadal í haust og ljúka þriðja ári á Hólaskóla. Freistingar í hestakosti urðu þó til þess að hann frestaði náminu um ár. Hann verður því áfram við tamningar á Ármótum á Rangárvöllum. John segir trippin og þjálfunarhrossin fara mjög vel af stað. Á húsi er fjöldi hrossa, aðallega undan Sæ frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti, meðal annarra graðhestarnir Dáti frá Hrappsstöðum, sem stefnt er með á hringvöllin með hækkandi sólu, Þrumufleygur frá Álfhólum, sem er í eigu tengdamóður Johns, Rósu Valdimarsdóttur, og síðast en ekki síst  Konsert frá Korpu, sem stóð efstur 6. vetra stóðhesta á LM2011.