sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingarmót í Herði

26. maí 2015 kl. 17:00

Súsanna Ólafsdóttir og Óðinn frá Hvítárholti.

Skráningu lýkur 1. júní.

Gæðingamót Harðar fer fram dagana 5. júní – 7. júní.

"Mótið er gæðingakeppni Harðar og því eingöngu fyrir skuldlausa Harðarfélaga. Tölt og skeið er opið fyrir alla.

Skráning fer fram á Sportfeng. Skráning hefst miðvikudaginn 27.maí og lýkur mánudaginn 1. júní. á miðnætti. Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 3500 en fyrir börn og unglinga kr 3000. Skráningargjald fyrir tölt og skeiðgreinar er kr 3.000.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk, C flokk og pollar verða að tilkynna það með því að senda póst á hordur@hordur.is

Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:

 • A-flokk gæðinga
 • A-flokk gæðinga áhugamenn
 • B-flokk gæðinga
 • B- flokk gæðinga áhugamenn
 • C- flokk gæðinga (ef næg þátttaka næst)
 • Ungmenni
 • Unglingar
 • Börn
 • Tölt opin flokkur
 • Tölt áhugamenn
 • Tölt T7 börn og unglingar
 • Tölt 17 ára og yngri
 • Skeið 100m, 150m, 250m
 • Pollar teymdir og pollar ríða einir - senda skráningu á hordur@hordur.is.
 • Unghrossakeppni - skráning fer fram á sprotfeng undir: annað

Einnig hvetjum við fólk til að skrá sig í flokka miða við keppnisreynslu hvers og eins. Mótanefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka," segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Herði.