mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamóti Smára frestað

7. júlí 2010 kl. 11:04

Gæðingamóti Smára frestað

Mótanefnd og stjórn hestamannafélagsins Smára hafa tekið samhljóða ákvörðun um að fresta gæðingamóti Smára sem halda átti 17 júlí næstkomandi fram til 14 ágúst.

Ástæðan er smitandi hósti og kvefpest sem herjað hefur á íslenska hrossastofninn undanfarnar vikur og mánuði.

 

Er það okkar von að með þessari ákvörðun verði fleiri hross orðin heil heilsu og náist þá að halda fjölmennara og sterkara mót en ella.

 

Undirbúningur er þegar hafinn og vonum við að sem flestir taki daginn frá, stefni að því að vera með og gera sér glaðan dag með öðrum félagsmönnum.

 

Fyrirhugað er að halda námskeið sem hefði það meðal annars að markmiði að þáttakendur gætu kynnt sér reglur og fyrirkomulag gæðingakeppni og gætu svo í lok námskeiðsins nýtt sér þá þekkingu til að taka þátt á gæðingamótinu. Ætlað bæði þeim sem hafa litla og enga keppnisreynslu sem og þeim sem vilja auka við reynslu sína og kunnáttu.

 

Allar nánari upplýsingar verða birtar síðar.

 

Mótanefnd og stjórn Smára