miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamóti Íslands frestað

24. júní 2019 kl. 10:30

Nálægðin við stór íþróttamót ástæða frestunar

Gæðingamót íslands, sem var fyrirhugað að færi fram á Gaddstaðaflötum við Hellu helgina 28.-30. júni, hefur verið frestað um óákveðin tíma. Ástæðan er m.a. sú að mótahaldarar telja að nálægðin við stór íþróttamót eins og Íslandsmót í hestaíþróttum sem og ný afstaðið Reykjavíkurmót hafi töluverð áhrif á þátttöku.

Ný dagsetning er komin á mótið og er áætlað er að það fari fram helgina 29.ágúst til 1. september á Gaddstaðaflötum við Hellu.

Er það von mótshaldara að þátttakan verði góð og að þessi tilraun til þess að halda gæðingamót, með það í von að gæðingakeppnin vaxi aftur til vegs og virðingar, verði vel tekið.

Til að öðlast þátttökurétt á mótinu þurfa keppendur að hafa náð tilskyldum einkunnalágmörkum á gæðingamótum ársins. Lágmörk eru eftirfarandi.

A og B-flokkur opinn fl; 8,25
A og B-flokkur áhugammanna: 8,00
A-flokkur ungmenna; 8,10
B-flokkur ungmenna; 8,15
Unglingaflokkur; 8,15
Barnaflokkur; 8,10