föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Sörla

3. júní 2014 kl. 14:24

Anna Björk Ólafsdóttir og Reyr frá Melabergi

Niðurstöður mótsins

Gæðingamót Sörla og Graníthallarinnnar fór fram dagana 29. maí til og með 31. maí.  Veðrið lék við keppendur og aðra gesti mótsins fyrsta daginn en á föstudag kom hefðbundið íslenskt veður með roki og rigningu.  Á laugardeginum sjálfum úrslitadeginum hélst hann þurr rétt á meðan á mótinu stóð.  Mótið gekk mjög vel og voru menn sammála að vel hafi tekist til. Margir glæsilegir hestar sáust á brautinni sem gefa fyrirheit um góða frammistöðu Sörlamanna á komandi landsmóti. 

Að þessu sinni var gæðingur mótsins valinn Haukur frá Ytra - Skörðugili sem Sindri Sigurðsson sýndi með glæsibrag.  Knapi mótsins var valin Hanna Rún Ingibergsdóttir en hún kom tveimur hestum inn á Landsmót í B-flokki.  Leist-bikarinn fékk Sálmur frá Halakoti, knapi Atli Guðmundsson en þessi bikar er gefinn þeim hesti sem fær hæstu skeiðeinkunn í forkeppni í A-flokk.

Heildarniðurstöður má svo sjá hér:

Úrslit laugardagins http://sorli.is/node/147

Niðurstöður forkeppni og landsmótsfarar  http://sorli.is/node/146