fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Sörla

odinn@eidfaxi.is
22. maí 2014 kl. 12:43

Hestamannafélagið Sörli

29. - 31. maí nk.

Gæðingamót fer fram á félagssvæði Sörla á Sörlastöðum dagana 29. - 31. maí nk. 

Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar:

  • A flokkur gæðinga
  • A flokkur gæðinga áhugamenn
  • B flokkur gæðinga 
  • B flokkur gæðinga áhugamenn
  • Pollar teymdir
  • Pollagæðingakeppni
  • Barnaflokkur 
  • Unglingaflokkur 
  • Ungmennaflokkur
  • Unghross (5 vetra og yngri)

Ekki verður boðið upp á tölt né skeiðgreinar á þessu móti en mótanefnd hefur ákveðið að bjóða upp á slíkt mót í júní.  Að venju ríða áhugamenn í A og B flokki með atvinnumönnum en áhugamenn ríða svo sérstök úrslit laugardaginn 31. maí.  Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins.

Reglur vegna úrtöku:
Á þessu móti fer fram úrtaka Sörla fyrir Landsmót 2014 því verða allir keppnishestar að vera í eigu Sörlafélaga. Eigandinn verður að vera skuldlaus við félagið. Að auki verða knapar í yngri flokkum að vera skráðir í Sörla og hafa greitt félagsgjöld. Knapar í fullorðnisflokkum verða vera skráðir í hestamannafélag.