föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót á Selfossi

2. júní 2015 kl. 11:25

Loki frá Selfossi á fleygiferð á brokki

Opin keppni hjá hestamannafélaginu Sleipni.

Helgina 5.-7. júní fer fram opið gæðingamót Sleipnis, mótið verður haldið að Brávöllum Selfoss, samkvæmt tilkynningu frá Gæðingamótsnefnd Sleipnis.

"Skráning er nú opin en hún lokar á miðnætti þriðjudaginn 2.júní og fer hún fram á vefnum og er slóðin á skráningarvefinn eftirfarandi http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add. Fólk fer inn á þessa síðu og velur þar Hestamannafélagið sleipnir og svo opið gæðingamót Sleipnis.

Auk hefðbundinna gæðingakeppnisgreina verður boðið upp á C-flokk en hann er hugsaður fyrir byrjendur í gæðingakeppni. Riðnir eru tveir hringi og sýnt fet,tölt og/eða brokk og stökk.

Einnig verður boðið upp á keppni í tölti á laugardagseftirmiðdag ef næg þáttaka næst.

Skráningagjöld eru 4000 krónur fyrir A,B,C,Ungmenaflokk og Tölt en 3500 á barna- og unglingaflokk. Fólk getur bæði greitt með kreditkorti og með millifærslu og þarf millifærslan þá að vera búinn að berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 2.júní. Vonumst til að sjá sem flesta."