laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót á Sauðárkróki

25. ágúst 2015 kl. 10:19

Narri frá V-Leirárgörðum átti mjög góða sýningu

Skráning hafin.

Haldið verður Gæðingamót laugardaginn 29.ágúst næstkomandi á Sauðárkróki. Keppt á beinni braut, tveir til þrír saman í holli.

A-flokkur (tölt, brokk, skeið)
B-flokkur (hægt tölt, brokk, yfirferðartölt)
Áhugamannaflokkur ( hægt tölt, brokk, yfirferð á brokki, tölti, skeiði eða stökki)
Unglingaflokkur 17 ára og yngri (hægt tölt, brokk, yfirferðartölt)
100m skeið

Skráning hjá byrgisskard@hotmail.com. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 26.ágúst. Skráningargjöld eru 2000 krónur hver skráning og greiðist inn á 1125-26-001290 kt.6702690359 Tímaseðill og ráslisti verða birt síðar.  Að mótinu standa keppnisnefndir hestamannafélaganna í Skagafirði og hestaíþróttaráð UMSS.

Nánari upplýsingar eru hjá Guðmundi Þór í síma 8966887.​