sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Léttfeta

27. maí 2013 kl. 09:41

Gæðingamót Léttfeta

„Laugardaginn 1. júní verður haldið gæðingamót fyrir Léttfetafélaga á félagssvæðinu. Þetta mót er ekki hið hefðbundna Félagsmót og ekki löglegt (ekki skráð í mótafeng). Sameiginlegt félagsmót hestamannafélaga í Skagafirði verður haldið 15. júní á Vindheimamelum.

Gæðingamótið hefst kl. 10.00. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Skráningar sendast á hafdiseinarsdottir@hotmail.com fyrir kl. 22.00 þann 30. maí. Skráningargjald kr. 1.500, greiðist á staðnum.
Tilvalið er að nýta þetta mót sem æfingamót fyrir félagsmótið eða einfaldlega til þess að gera sér glaðan dag og taka þátt í viðburðum félagsins :),“segir í tilkynningu frá mótanefnd Léttfeta