fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Harðar og Adams

24. maí 2012 kl. 09:37

Gæðingamót Harðar og Adams

Gæðingamót Harðar og Adams / úrtöku fyrir landsmót fer fram 1.-3. júní nk. Skráning verður þriðjudaginn 29. maí frá kl. 19-21 í Harðarbóli að er fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd Harðar.

 
"Einnig er hægt að hringja í síma 566-8282 á sama tíma með því að gefa upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda.
 
Við skráningu verður fólk að hafa kennitölur keppenda og IS númer hesta klár.
 
Mótið verður haldið helgina  1.-3. júní. Skráningargjald er 3.500 kr nema í pollaflokkana þar sem skráningargjaldið er 2.000 kr.
 
Aðeins verður tekið við skráningum hjá skuldlausum Harðarfélögum.
 
Eftirfarandi flokkar verða:
 • Pollar teymdir
 • Pollar ríða einir
 • Barnaflokkur
 • Unglingaflokkur
 • Ungmennaflokkur
 • B-flokkur: Áhugamenn og atvinnumenn
 • A-flokkur: Áhugamenn og atvinnumenn
 • Tölt: Opinn flokkur
 • 100 m skeið: Opinn flokkur
 • Unghrossakeppni
 • Einnig verður 150 m skeið og 250 m  skeið ef næg þátttaka verður."