miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Faxa og Skugga

27. maí 2016 kl. 13:42

Eiðfaxi á Landsmóti

Opið fyrir skráningu.

Gæðingamót hestamannafélaganna Faxa og Skugga verður haldið í Borgarnesi 4. júní n.k. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B flokki gæðinga og A flokki.  Einnig í 150 m. skeiði ef þátttaka næst, handvirk tímataka. Mótið er einvörðungu ætlað félagsmönnum og hestum Faxa og Skugga.

Skráning er í gegn um Sportfeng og er Skuggi mótshaldari. Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í ungmennaflokki, A og B flokki og í 150 m. skeiði en 1.500 – í barna - og  unglingaflokki. Skráningu líkur kl. 23:59 miðvikudaginn 1. júní. Upplýsingar og aðstoð ef þarf í síma 898-4569 eða kristgis@simnet.is

Mótanefnd Faxa og Skugga