miðvikudagur, 17. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í Líflandsmótið

6. júní 2015 kl. 09:48

Hestamannafélagið Faxi

Hestamannafélögin Faxi og Skuggi halda gæðingamót.

Laugardaginn 13. júní halda hestamannafélögin Faxi og Skuggi gæðingamót sitt, Líflandsmótið. Mótið verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi og hefst kl. 10. Röð flokka verður birt að lokinni skráningu.

 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

A flokkur gæðinga, B flokkur gæðinga, C flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 150 m. skeið. Ennfremur verður haldin hefðbundin hryssukeppni Hmf. Faxa að afloknum úrslitum (skráning á staðnum)

Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í A, B og C flokkum en 1.500.- í öðrum flokkum og skeiði. Reikningsnúmer er 0354-13-4810 – kt: 481079-0399.

Skráningarfrestur er til kl. 24 miðvikudaginn 10. júní. Keppt verður eftir reglum LH og eru knapar minntir á að kynna sér þær vel.

Skráningar fara fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs (http://skraning.sportfengur.com/ ) og er Skuggi mótshaldari. Hægt er að leyta aðstoðar í gegn um netfangið kristgis@simnet.is eða í s: 898-4569.

Mótanefnd Faxa og Skugga