laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Faxa og Skugga

10. maí 2014 kl. 09:42

Sólfaxi frá Sámsstöðum og Þóra Höskuldsdóttir. Mynd: Sámsstaðir hrossaræktarbú

Átta efstu keppendur keppa til úrslita

Hestamannafélögin Faxi og Skuggi halda gæðingamót laugardaginn 24. maí n.k. Er hér um sameiginlegt mót félaganna að ræða. Keppt verður í barnaflokki - unglingaflokki - ungmennaflokki - B flokki gæðinga og A flokki gæðinga. Átta efstu keppendur í hverjum flokki keppa til úrslita. Jafnframt fer fram Hryssukeppni Faxa skv. reglum sem um þá keppni gilda. Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráningar birtast í næstu viku en opnað verður fyrir skráningar fimmtudaginn 15. maí.