þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót Austurlands

odinn@eidfaxi.is
11. ágúst 2014 kl. 15:39

Mynd/freyfaxi.123.is

Stekkhólma helgina 16.-17. ágúst næstkomandi.

"Opnað hefur verið fyrir skráningar á Gæðingamót Austurlands – Opið félagsmót Freyfaxa sem fram fer á Stekkhólma helgina 16.-17. ágúst næstkomandi. Hægt er að skrá sig á www.freyfaxi.org, með tölvupósti ífreyfaxiskraning@gmail.com eða með því að hringja í Valdísi (S: 848-0632) eða Nikólínu (S: 847-8246). Skráningar verða opnar þangað til kl. 12.00 föstudaginn 15. ágúst.


Þegar skráð er þarf að koma fram nafn og kennitala knapa, nafn og IS-númer hests, keppnisgrein(ar) og símanúmer og/eða netfang þannig að hægt sé að ná í keppanda eða aðstandanda hans. 

Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það. 

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

A-flokkur (opinn flokkur)
B-flokkur (opinn flokkur)
B-flokkur (áhugamannaflokkur)
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Tölt T1 (opinn flokkur)
Tölt T1 (áhugamanna flokkur)
Tölt T7
100m fljúgandi skeið (ef næg þátttaka fæst)

Stjórn Freyfaxa vonast til þess að sjá sem flesta á Stekkhólma."

Bkv. 

Bjarki Þorvaldur
Formaður Freyfaxa