mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingamót á Selfossi: Jafnt í unglingaflokki

4. júní 2011 kl. 18:45

Gæðingamót á Selfossi: Jafnt í unglingaflokki

Forkeppni í Unglingaflokki er lokið hann var jafn og spennandi og úrslitin réðust á örfáum kommum.Sýningarnar voru góðar og unglingar vel ríðandi.

en efst eftir forkeppni stendur  Simbi frá Ketilsstöðum og Berglind Rós Bergsdóttir með einkunina 8,28, fast á hæla hennar kemur Díana Kristín Sigmarsdóttir og Fífill hrá Hávarðarkoti með einkunina 8,26, þriðja er svo Dagmar Öder Einarsdóttir og Glódís frá Halakoti með einkunina 8,24 fjórða er svo Sigríður Óladóttir og Dökkvi frá Ingólfshvoli með einkunina 8,23.

inná landsmót fyrir Sleipni fara því þessi þessar dömur sem við töldum upp hér áður.

inná landsmót fyrir Ljúf fara því Eggert Helgason og Auður frá Kjarri með einkunina 8,20 og Hildur G.Benediktsdóttir með einkunina 8,09