miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingaleikar GDLH og Skagfirðings

19. mars 2019 kl. 10:15

Hestamót

Gæðingamót haldið í Svaðastaðahöllinni í Skagafirði!

Gæðingaleikar GDLH og hestamannfélagsins Skagfirðings verða haldnir laugardaginn 23. mars í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Keppt verður í öllum flokkum gæðinga:

Barnaflokki
Unglingaflokki
B-flokk opinn flokkur
B-flokk áhugamenn
B-flokk ungmenna
A-flokk opnum flokki
A-flokk áhugamenn
A-flokk ungmenna

Riðin verður sérstök forkeppni þar sem 2-3 hestar verða í braut hverju sinni. Í B-flokk verður riðið hægt tölt, brokk og yfirferð. Í A-flokk verður riðið tölt, brokk og skeið í gegnum höllina. Í Barnaflokki verður riðið tölt eða brokk og stökk. Í Unglingaflokki verður riðið hægt tölt, brokk og yfirferðargangur. Athugið að taka fram við skráningu upp á hvora höndina er riðið.

Skráning er opin á Sportfengur.com og lýkur á miðnætti þann 20.mars. Þáttökugjaldið er 2000 kr. En allar nánari upplýsingar veitir Jón Þorberg í s: 8977076 eða Guðmundur Þór í s: 8966887.
Með kveðju,
GDLH og hestamannafélagið Skagfirðingur.