sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingaknapi ársins ?

5. nóvember 2013 kl. 12:00

Sigurður Sigurðarson er gæðingaknapi ársins 2012

Hvað segja sérfræðingarnir.. ?

Þegar valið kemur á gæðingaknapa ársins telur árangur á Landsmóti mikið. Árið í ár var ekki Landsmóts ár en haldin voru tvö fjórðungsmót svo líklegt er að þau telji mikið þegar kemur að því að velja Gæðingaknapa ársins 2013. En tilnefndir eru Eyjólfur Þorsteinsson, Ísólfur Líndal, Sigurður Vignir Matthíasson, Sigurður Sigurðarson og Steingrímur Sigurðsson.

Þetta er það sem "sérfræðingarnir" höfðu að segja um þennan flokk: 

Guðmundur Björgvinsson: "Ég eiginlega veit það ekki. Það kom engin ný stjarna og að mínu mati stóð engin framar öðrum. Það getur deilst á svakalega marga og því verð ég eiginlega að segja pass við þessu."

Hulda Gústafsdóttir: "Ég er rosalega lost í þessum flokk. Það er ekki landsmótsár og því finnst mér svolítið erfitt að segja til um það. Verð að fá að segja pass."

Reynir Örn Pálmason: "Sigurður Vignir Matthíasson, bara fyrir að vera Siggi Matt. Öflugur knapi og hann stendur sig alltaf vel."

Sigurður Sigurðarson: "Mér finnst margir koma til greina. Ísólfur vann fjórðungsmótið með flotta einkunn einnig hefur Siggi Matt riðið í mjög flottar tölu. Ég veit það eiginlega ekki, get ekki tekið einhvern einn út."

Þórarinn Eymundsson: "Ég veit það ekki."