fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingaknapi ársins

2. nóvember 2019 kl. 21:58

Tromma frá Höfn og Hlynur Guðmundsson sigurvegarar í B-flokki gæðinga

Hlynur Guðmundsson er gæðingaknapi ársins 2019.

 

Hlynur vann marga glæsta sigra á árinu í gæðingakeppni. Á Fjórðungsmótinu keppti hann til A-úrslita bæði í B-flokki og A-flokki. Hann stóð efstur í keppni í B-flokki á rýmishryssunni Trommu frá Höfn og þá reið hann Öskju frá Efstu-Grund til A-úrslita í A-flokki. Á Meistaramóti Íslands stóðu hann og Tromma einnig efst í B-flokki gæðinga.

Aðrir tilnefndir voru

Árni Björn Pálsson

Daníel Jónsson

Hanna Rún Ingibergsdóttir

Sigurbjörn Bárðarson