þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynbótaknapi ársins

20. október 2015 kl. 16:32

Daníel Jónsson var kynbótaknapi ársins 2014

Tilnefningar til knapa ársins

Tilnefnd sem kynbótaknapi ársins 2015 eru þau Árni Björn Pálsson, Daníel Jónsson, Guðmundur Björgvinsson, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson. Eiðfaxi ákvað að fara í smá rannsóknarvinnu og athuga hvaða árangri þau náðu á kynbótabrautinni í ár. 

Starfsreglurnar um knapaval segja eftirfarandi um val á gæðingknapa ársins:

"Við val á knöpum ársins skal tekið tillit til árangurs á árinu: Ástundunar, prúðmennsku og íþróttamannlegrar framkomu innan vallar sem utan, og reglusemi. Knapi ársins í hverjum flokki er valinn sá sem talinn er hafa náð framúrskarandi árangri á sviði reiðmennsku og frammistaða hans sé álitin reiðmennskunni til framdráttar. Hvort sem um er að ræða eitt afgerandi afrek, eða frábæran árangur í mörgum greinum á mörgum mótum. Kynbótaknapi, horft skal til ungra og efnilegra knapa sem sýna háttvísi, tilþrif og frábæra reiðmennsku í kynbótasýningum."

Árni Björn Pálsson 
45 sýningar 
Meðaltal aðaleinkunn: 8.18
Meðaltal sköpulagseinkunn: 8.15
Meðaltal hæfileikaeinkunn: 8.19
Áverki 2: 12%
Sýndi efsta 5 vetra stóðhestinn á Heimsmeistaramótinu í Herning, Andvara frá Auðsholtshjáleigu, Andvari er einnig hæst dæmdi 5 vetra sóðhesturinn í ár
Sýndi þriðja 6 vetra stóðhestinn á Heimsmeistaramótinu í Herning, Svaða frá Hólum. 
Sýndi efsta 4 vetra stóðhestinn í ár, Trausta frá Þóroddsstöðum  

Daníel Jónsson
70 sýningar 
Meðaltal aðaleinkunn: 8.14
Meðaltal sköpulagseinkunn: 8.11
Meðaltal hæfileikaeinkunn: 8.16
Áverki 2: 7% 
Sýndi efsta 7 vetra og eldri stóðhestinn á Heimsmeistaramótinu í Herning, Glóðafeyki frá Halakoti
Sýndi efstu 5 vetra hryssuna hérlendis í ár, Hröfnu frá Hrafnkelsstöðum
Sýndi efstu 6 vetra hryssuna hérlendis í ár, Nípu frá Meðalfelli
Var sá eini sem sýndi hross sem hlaut yfir 9,00 fyrir hæfileika í ár hérlendis. 

Guðmundur Björgvinsson
31 sýning 
Meðaltal aðaleinkunn: 8.19
Meðaltal sköpulagseinkunn: 8.14
Meðaltal hæfileikaeinkunn: 8.23
Áverki 2: 9% 
Sýndi efstu 6 vetra hryssuna á Heimsmeistaramótinu í Herning, Garúnu frá Árbæ en Garún er jafnframt hæst dæmda 6 vetra hryssan í ár.
Sýndi næst hæstu 5 vetra hryssuna á Heimameistaramótinu í Herning, Ríkey frá Flekkudal

Helga Una Björnsdóttir
11 sýningar 
Meðaltal aðaleinkunn: 8.15
Meðaltal sköpulagseinkunn: 8.19
Meðaltal hæfileikaeinkunn: 8.12
Áverki 2: 0% 
Sýndi efstu 7 vetra og eldri hryssuna, Sendingu frá Þorlákshöfn
Bætti heimsmet þegar hún sýndi Sendingu í 8,64 í aðaleinkunn en hún varð hæst dæmda klárhross heims.
Sýndi Sendingu í 10 fyrir tölt

Jakob Svavar Sigurðsson
69 sýningar 
Meðaltal aðaleinkunn: 8.00
Meðaltal sköpulagseinkunn: 8.05
Meðaltal hæfileikaeinkunn: 7.97
Áverki 2: 9% 
Sýndi efsta 6 vetra stóðhestinn hérlendis í ár, Skagann frá Skipaskaga

Allar upplýsingar eru fengnar af WorldFeng og geta verið um eitthver mannleg mistök að ræða í útreikningi.