miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingakeppni Norðurlanda um helgina

12. september 2013 kl. 21:00

Bláskjár frá Kjarri og Sigurður Sigurðarson. Mynd/kjarr.is

Sigurður og Bláskjár mæta í A-flokk.

Norðurlandamótið í gæðingakeppni fer fram í Noregi um helgina.

Aukin áhugi hefur orðið á gæðingakeppninni á erlendri grundu og hafa Norðmenn boðað til Norðurlandamótsins, en þeir fagna nú 20 ára afmæli gæðingakeppninnar í Noregi.

Samkvæmt þátttakendalista hafa 71 keppandi frá öllum Norðurlöndum boðað komu sína á mótið og eru Íslendingar þar með í liði.

Þar fer fremstur í flokki Sigurður Sigurðarsson sem teflir fram þremur gæðingum,  Bláskjá frá Kjarri í A-flokk, en Loft frá Lian og Mosa frá Feti í B-flokk. Auk Sigurðar mun Freyja Amble Gísladóttir á Gormi frá Selfossi og Magni Ásmundsson á Faxa frá Nordstrand keppa fyrir hönd Íslands.

Fimm íslenskir gæðingadómarar munu sjá um dómgæslu á mótinu. Dagskrá hefst á morgun kl. 10 á forkeppni A-flokks en hægt er að fylgjast með framgangi mótsins á heimasíðu þess HÉR.