mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingakeppni Dreyra

20. maí 2014 kl. 09:39

Hestamannafélagið Dreyri

Stikkorð

Dreyri

Skráningu lýkur 28. maí.

Gæðingakeppni Dreyra verður haldin í Æðarodda, laugardaginn 31. maí n.k. að er fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd félagsins.

"Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokk. Skráning í síma 6186896 Stina og 8673978 Belinda. Síðasti skráningardagur er Miðvikudagurinn 28 Mai. Fram þarf að koma nafn knapa og kennitala og nafn á hrossi ásamt IS-númeri.
Skráningagjald verður kr. 2500.- í A-og B-flokki, 2500.- í ungmenna- og 1500 í unglingaflokki og í barnaflokki.
Félagar, takið þátt og hjálpið okkur að hafa þetta mót sem veglegast."