fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimin á fimmtudaginn

9. febrúar 2015 kl. 09:25

Olil og Álfhildur

Forsala aðgöngumiða hafin.

Á fimmtudaginn næsta, 12.febrúar, munu gæðingafimin fara fram en keppni hest kl. 19:00. Hvetjum við fólk til að mæta og horfa á þessa mjög svo spennandi keppnisgrein sem nýtur nú vaxandi vinsælda enda reynir mjög á samspil knapa og hests.  

Líkt og í fyrra verður sýnikennsla fyrir áhorfendur áður en keppni hefst. Sýnikennslan hefst kl. 18:30 og höfum við fengið til liðs við okkur þá Anton Pál Níelsson og Ólaf Andra Guðmundsson. Þeir ætla að leiða okkur í allan sannleikann um hvað gæðingafimi snýst. Þetta er upplagt tækifæri fyrir áhorfendur til að auka skilning sinn á keppninni.  

Í gæðingafimi hafa knapar 3,5 - 4 mínútur til þess að sýna það besta sem knapi og hestur hefur upp á að bjóða.  Sýna þarf að minnsta kosti sex æfingar og þrjár gangtegundir. Sex dómarar munu dæma, þrír dómarar gefa einkunnir fyrir gangtegundir og flæði og aðrir þrír dæma æfingar og fjölhæfni. Hver þáttur hefur einfalt vægi nema flæðið en það vegur tvöfalt.

Dómarar í gæðingafiminni verða sem hér segir:

Gangtegurndir og flæði:
Steindór Guðmundsson / Sævar Örn Sigurvinsson
Sigurbjörn Viktorsson / Friðfinnur Hilmarsson
Halldór Victorsson / G. Snorri Ólason 

Æfingar og fjölhæfni:
Anton Páll Níelsson
Páll Bragi Hólmarsson / Sigríður Pjétursdóttir
Þórarinn Eymundsson  

Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Líflands, Top Reiter og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi.  Aðgangseyrir á mótið er 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Keppendur eru í óða önn að fínpússa prógröm sín fyrir fimmtudaginn og má gera ráð fyrir hverri glæsisýningunni á fætur annarri í Fákaseli.

Í fyrra var það Olil Amble, úr liði Gangmyllunar, sem sigraði gæðingafimina á Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum með nokkrum yfirburðum eða 8,77 í einkunn. Í öðru sæti urðu Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra-Hofi og í því þriðja Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Héðinn-Skúli frá Oddhóli.